Hrím Eldhús

Hrim Hönnunarhús
Hrim Hönnunarhús
Hrim Hönnunarhús
Hrim Hönnunarhús

Hrím Eldhús Laugavegi 32.

Verslunin Hrím Eldhús opnaði í mars 2014 eftir mikla vinnu við breytingu á húsnæðinu, bæði að innan sem utan. Áhersla er lögð á hönnunarvöru frá skandinavíu, vandaða potta og hnífa frá Frakklandi, endingargóðar og klassíkar eldhúsvörur frá Bretlandi í bland við fallega íslenska hönnun.

Búðin er þannig sett upp að vörurnar fái að njóta sín en um leið að viðskiptavinurinn fái þá tilfinningu að hann sé staddur í fallegu eldhúsi með notalegum borðkrók, eldhúsinnréttingum og borðbúnaði.

Börnin eiga sitt eigið svæði í búðinni þar sem búið er að setja upp lítið og nett eldhús með tilheyrandi áhöldum og dóti. Þannig geta foreldrarnir fengið næði til að skoða sig um í rólegheitum í notalegu og fallegu umhverfi.

Verslunarstjóri Hrím Eldhús er Baldvin I.E. Baldvinsson, baldvin@hrim.is

Hann er með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands, er alltaf í góðu skapi og hefur þann frábæra eiginleika að líta aldrei á hlutina sem vandamál heldur tækifæri til að finna lausnina.