Fiskarnir 50x70cm

Vörumerki: Astro by Hrím
Vörunúmer: Astro by Hrím
Lagerstaða: Til á lager
7.990 ISK
Án vsk.: 7.990 ISK
Fjöldi: + -
 

Valmöguleikar


* Rammi:

Fiskarnir 50x70cm

Astro by Hrím er ný og vönduð veggspjaldalína á íslensku með stjörnumerkjunum tólf úr dýrahringnum. Þau byggja á á koparstungum frá fyrri hluta 19. aldar eftir Richard Rouse Bloxam úr bókinni Urania's Mirror (Himnaspegill) eftir Alexander Jamieson. Uppsetning og leiðarlínur byggja á stjörnufræðiforritinu Starry Night Pro Plus. Hvert merki endurspeglar þess vegna raunverulega stjörnustöðu og sýnir heiti á þekktum stjörnum og öðrum fyrirbrigðum. Merkin eru dregin fram með línuteikningu og sjálfan dýrahringinn prýða myndskreytingar sem endurspegla hvert tákn fyrir sig. Mörk hvers merkis eru einnig dregin fram á himinhvolfinu með línuteikningu ásamt því sem sólbaugur er teiknaður þvert yfir hvert merki. Astro by Hrím er einstaklega fallegt upp á vegg og einnig tilvalin tækifærisgjöf. Merkin eru prentuð á vandaðan mattan pappír og gefin út í svarblárri útgáfu og einnig sígildri útgáfum í kremaðri útgáfu. 5 virka daga tekur að fá sérútgáfu með nafni og fæðingardag. Vinsamlega hafið samband til að fá nánari upplýsingar um sérpantanir. Veggspjaldið fæst í tveimur stærðum 30x40 cm / 4990 kr. 50x70 cm / 7990 kr.