Plakat - 50x70 - Baldursbrá

Vörumerki: Jurtir by Hrím
Vörunúmer: by Hrím
Lagerstaða: Til á lager
8.990 ISK
Án vsk.: 8.990 ISK
Fjöldi: + -
 

Valmöguleikar


* Rammi:

Plakat - 50x70 - Baldursbrá

Lítil stelpa í Stytkkishólmi situr úti í grasi, með fuglasöng úr fjörunni. Grípur Baldursbrá og byrjar að plokka hvítu angana af...
 
Elskar mig, elskar mig ekki, elskar mig, elskar mig ekki.
 
BALDURSBRÁ er níunda jurtin í seríunni okkar Jurtir by Hrím.

Baldursbrá er þekkt lækningarjurt og sögð góð við margskonar kvensjúkdómum, einkum þó til að leiða tíðir kvenna. Einnig þótti gott að leggja hana við eyra þess sem þjáðist af tannpínu. Seyði blómanna er sagt hollt og gott í te og blöðin góð í súpur áður en jurtin blómstraði

Jurtir by Hrím er safn af okkar uppáhalds plöntum og jurtum. Þetta eru jurtirnar sem við tengjum öll við úr barnæsku.

Allar myndirnar eru teiknaðar af góðum vini okkar og sameiginlegum áhugamanni um plöntur í náttúru Íslands.